
Olís og Wolt fagna 40 þúsund heimsendingum
12. nóv. 2025
Frá því að samstarf Wolt og Olís hófst í maí 2024 hafa fyrirtækin afgreitt ríflega 40.000 pantanir til tæplega 10.000 viðskiptavina með heimsendingu. Hver viðskiptavinur hefur pantað að meðaltali 4,3 sendingar á tímabilinu.
Samstarf fyrirtækjanna felur það í sér að notendur Wolt geta pantað sér máltíð frá veitingastöðum Olís, Grill 66 og Lemon mini, auk ýmissa annarra vörutegunda og fengið afhent heim að dyrum. Þjónustan er í boði á öllum helstu þéttbýlissvæðum á suðvesturhorni landsins og eftirspurnin hefur verið mikil og fer vaxandi.
Elisabeth Stenersen, framkvæmdarstjóri Wolt á Íslandi og í Noregi
„Við erum yfir okkur ánægð með hversu vel Íslendingar hafa tekið þessu samstarfi,“ segir Elisabeth Stenersen, framkvæmdarstjóri Wolt á Íslandi og í Noregi. „Í samstarfi við Olís gerum viðskiptavinum okkur það einfaldara en nokkru sinni fyrr að nálgast ferskan og góðan mat og ýmsa aðra neytendavöru – og fá afhent þangað sem þeir eru staddir.“
Veitingastaðirnir á Olís, Lemon mini og Grill 66, eru þekktir fyrir gæði og þægindi og bjóða upp á fjölbreytt úrval matar sem spannar allt frá ferskum salötum til hamborgara og fleiri handhægra máltíða. Með samstarfinu við Wolt eiga fleiri viðskiptavinir auðveldara með að nálgast þessar vörur, einkum þeir sem velja áreiðanlegar og snöggar heimsendingar. Hægt er að panta mat og vörur frá átta sölustöðum á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ með Wolt en söluhæsta þjónustustöðin er Olís á Fitjum í Reykjanesbæ.
Ingunn Svala Leifsdóttir, framkvæmdarstjóri Olís.
„Þessi áfangi endurspeglar styrk samstarfs okkar við Wolt og hversu vel það fellur að markmiði Olís um að þjóna viðskiptavinum okkar hvar og hvenær sem þeir þurfa á okkur að halda. Það er líka ánægjulegt að sjá að viðskiptavinir panta aftur og aftur sem er besta staðfestingin á að þau séu ánægð með okkur. Við hjá Olís erum stolt af því að vera ávallt nálæg og aðgengileg fyrir viðskiptavini – og nú erum við aðeins í nokkurra smella fjarlægð,“ segir Ingunn Svala Leifsdóttir, framkvæmdarstjóri Olís.
Samstarf Wolt og Olís heldur áfram að styrkjast, með nýjum þjónustustöðvum og veitingastöðum sem reglulega bætast við í appið. Fyrirtækin hlakka til að byggja frekar á þessum árangri og færa íslenskum heimilum enn meiri þægindi.
Á myndinni eru Thelma Björk Wilson sviðsstjóri smásölusviðs Olís, Ingunn Svala Leifsdóttir, framkvæmdarstjóri Olís, Jóhann Helgason forstöðumaður viðskiptastýringar hjá Wolt og Elisabeth Stenersen, framkvæmdarstjóri Wolt á Íslandi og Noregi.

