Páskaborgarinn 2025
14. apr. 2025
Rabbi setti saman páskaborgarann 2025
Páskaborgarinn á Grill 66 í ár er hannaður af Rafni Heiðari Ingólfssyni sem tók við stöðu veitingastjóra Olís síðla árs 2024. Hann kemur til okkar með meira en 30 ára reynslu úr matvælageiranum sem matreiðslumaður og yfirkokkur, bæði hér á landi og erlendis. Rabbi mun sinna innra eftirliti, aðfangastjórnun og tækjakaupum fyrir veitingareksturinn, auk þess að vinna að því að þróa og bæta framboð á veitingum á þjónustustöðvum Olís.
