Logo

Sahara og Olís tilnefnd

05. okt. 2025

Auglýsingastofan Sahara og Olís hafa verið tilnefnd til hinna eftirsóttu European Paid Media Awards 2025 fyrir herferðina Sumarleikur Olís 2024. Herferðin er tilnefnd í tveimur flokkum: Paid Media Campaign of the Year og Paid Social Campaign of the Year, fyrir það sem kallað er „Engaging Gamification for Brand Loyalty“ á vefsíðu verðlaunanna. Sumarleikurinn hefur enn fremur hlotið tvær tilnefningar hjá hinum virtu Global Digital Excellence Awards í sambærilegum flokkum og á sömu forsendum.

 

Sumarleikurinn stóð yfir frá 14. júní til 21. ágúst og var markhópurinn fólk á aldrinum 18–65+ um allt land. Aðalleikurinn var lukkuhjól sem þátttakendur gátu snúið daglega og átt von á að hreppa einhvern af fjölmörgum skemmtilegum vinningum sem lukkuhjólið hafði að geyma. Playable var valið sem vettvangur fyrir leikinn og hann var kynntur með blönduðu markaðsefni á bæði innlendum og erlendum miðlum. Leikurinn fékk yfir 260 þúsund skráningar, sem verður að teljast frábær árangur, og þess má einnig geta að leitað var að „Sumarleik Olís“ á Google meira en 10 þúsund sinnum á tímabilinu.

 

„Markmiðið með herferðinni var að skapa virðisaukandi upplifun fyrir viðskiptavini og nýta til þess „gamification“ í markaðsstarfinu. Með þessari nálgun erum við jafnframt að styðja við þá langtímastefnu félagsins að styrkja í sífellu tengingu viðskiptavina við vörumerkið og veita þeim meira en aðeins hefðbundna þjónustu,“ segir Þyrí Dröfn Konráðsdóttir, markaðsstjóri Olís.

 

Eva Þorsteinsdóttir er viðskiptastjóri og partner hjá Sahara: „Hlutverk okkar er að móta og samþætta markaðsaðgerðir, við skoðum allar upplýsingar og í kjölfarið rýnum við gögnin og nýtum þau til að dýpka skilning okkar á viðskiptavinum. Þetta ferli gerir okkur kleift að hámarka áhrif herferða, efla samskipti við viðskiptavini og tryggja að við bjóðum þeim viðeigandi tilboð og veitum upplýsingar á réttum tíma, á sem markvissastan hátt. Með því að nota þessa nálgun, viðhalda stöðugri endurgjöf og læra af fyrri herferðum, þá getum við stöðugt verið að bæta hvernig við nálgumst og þjónustum viðskiptavinina.”

 

„We’re proud that Sahara and Olís chose Playable as the platform to bring Sumarleikur Olís to life. This campaign is a great example of how gamification can transform customer engagement at scale - turning a simple idea into a daily touchpoint that builds real brand loyalty. Seeing the campaign recognised internationally is a testament to the creativity of Sahara and Olís, and we’re delighted that Playable helps power their success.” – Andreas Fabricius, Co-CEO & CCO, Playable