Sumar á Íslandi!
13. jún. 2025
Olís hefur hleypt af stokkunum nýrri herferð „Tætum og tryllum“sem endurspeglar þá orku og lífsgleði sem fylgir íslenska sumrinu; ferðlög fólks og þjónustuframboð Olís um allt land. Undir auglýsingunum hljómar endurgerð af gamla Stuðmannalaginu Tætum og tryllum sem hér er sungið af hinum eina og sanna Magna Ásgeirssyni í nýrri útsetningu Ásgeirs Orra. Við óskum starfsfólki markaðsdeildar, framleiðendum markaðsefnis og viðskiptavinum Olís til hamingju með herferðina sem er bæði sólrík og upplífgandi – og full af tralli og tjútti!
Smelltu hér til að sjá auglýsinguna.
