Logo

Reglur Olís um Workplace

Sæl öll og velkomin á Workplace!

Hér höfum við samtalsvettvang milli starfsmanna Olís ehf., sem við munum nýta í okkar samskipti sem tengjast vinnunni og fækka þar með tölvupóstum til muna, einfalda boðleiðir og styrkja Olíshjartað um leið.

Reglurnar eru einfaldar

1) Workplace er ekki Facebook; Workplace er vinnutól. Því er ekki heimilt að nota það til persónulegra samskipta enda eru öll skeyti og skjöl geymd áfram eftir starfslok.

2) Hér komum við fram með sama hætti og á öðrum starfsstöðvum, þ.e. við sýnum virðingu og tillitssemi í öllum samskiptum. Við deilum ekki okkar skoðunum um eldfim málefni, samstarfsfólk eða samskiptavandamál á Workplace.

3) Hér deilum við ekki persónurekjanlegum gögnum um viðskiptavini - kennitölur og símanúmer einstaklinga eiga ekki erindi hér.

4) Því sem er deilt á Workplace deilum við ekki áfram. Það má ekki deila skjáskotum af Workplace utan Olís.

5) Við getum öll stofnað hópa og stillt sýnileika þeirra eftir okkar höfði, en Workplace er í eigu Olís og ef ástæða þykir til getur Admin bætt sér í hvaða hóp sem er. Ef upp kemur ágreinings- eða eineltismál á Workplace verður það meðhöndlað skv. fyrirliggjandi Stefnu í málum er varða einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni og annað ofbeldi en gögn af Workplace geta verið notuð í úrvinnslu málsins og eru þau þá sýnileg Admin hópi og stjórnendum.

6) Adminhópur og stjórnendur geta fengið aðgengi að öllum færslum í öllum hópum ef ástæða þykir til. Hægt er að eyða út eigin færslum eftir að þær hafa verið birtar en admin getur einnig eytt færslum frá öðrum og admin áskilur sér rétt til þess án frekari skýringa.

7) Að öðru leyti verður færslum ekki eytt af Workplace, heldur verður samskiptunum leyft að vaxa og dafna og hægt verður að fletta upp í gömlum færslum með einfaldri leit.

8) Efni Workplace er hýst í skýjaþjónustu Meta.