Logo

Um Olís

Rafræn vöktun

Fræðsla Olís um rafræna vöktun

Tilgangur vöktunarinnar: Í öryggis- og eignavörsluskyni, nánar tiltekið til þess að staðreyna hvort eða hvenær seljandi eða einhver á hans vegum hafi afhent vöru á starfssvæðinu, ef upp kemur ágreiningur milli aðila, og varpa ljósi á hvort átt hafi sér stað refsiverð háttsemi, muna- eða líkamstjón, skemmdarverk, þjófnaður, afstungur eða því um líkt á hinu vaktaða svæði. Þá snýr tilgangur vöktunarinnar einnig að birgðastjórnun þar sem myndefni er nýtt til þess að hafa uppi á staðsetningu vörubretta á svæðinu.

Heimild til vinnslu: Vinnsla persónuupplýsinga með hinni rafrænu vöktun fer fram til að gæta lögmætra hagsmuna félagsins af öryggis- og eignavörslu Vinnslan er byggð á heimild í  6. tl. 1. mgr. 9. gr. laga nr. 90/2017 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

Tegundir persónuupplýsinga: Unnið er með myndefni sem verður til við vöktunina þar sem sjá má einstaklinga sem farið hafa um hið vaktaða svæði og athafnir þeirra.

Viðtakendur: Allt myndefni er aðgengilegt öryggisdeild Olís sem hefur umsjón með framkvæmd vöktunarinnar. Efni með upplýsingum um slys eða refsiverðan verknað getur jafnframt verið afhent lögreglu. Einnig getur efni verið gert tryggingafélagi aðgengilegt sé það nauðsynlegt vegna tryggingamáls. Sjá að öðru leyti 5. og 10. gr. reglna nr. 50/2023 um rafræna vöktun.

Varðveislutími myndefnis: Myndefni er varðveitt í 30 daga og er síðan eytt. Þó geta upptökur verið varðveittar lengur sé það nauðsynlegt til að krafa verði afmörkuð, sett fram eða varin vegna dómsmáls eða annarra slíkra laganauðsynja eða ef Persónuvernd heimilar. Ef myndefni er afhent lögreglu er öðrum eintökum af efninu eytt þegar fyrningartími viðkomandi krafna er liðinn. Sjá að öðru leyti 2. tölul. 2. mgr. 5. gr. og 11. gr. reglna nr. 50/2023 um rafræna vöktun.

Réttindi einstaklinga: Vinnuveitanda þínum er skylt að fræða þig um rafræna vöktun hjá Olís, áður en þér er falið að fara á starfssvæði félagsins. Þú átt rétt á að skoða myndefni þar sem þú sést. Einnig áttu rétt á að fá afrit af slíku myndefni að því gefnu að það skerði ekki réttindi og frelsi annarra. Að öðru leyti fer um réttindi þín samkvæmt III. kafla laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, sbr. nánar ákvæði í III. kafla reglugerðar (ESB) 2016/679.

Réttur til að leggja fram kvörtun hjá Persónuvernd: Þeir sem sæta rafrænni vöktun eiga rétt á að leggja fram kvörtun hjá Persónuvernd ef þeir telja að vinnsla persónuupplýsinga þeirra gangi gegn persónuverndarlögum.

Ábyrgðaraðili vöktunarinnar er: Olís ehf., kt. 500269-3249, personuvernd@olis.is

Persónuverndarfulltrúi: Persónuverndarfulltrúi Haga, personuvernd@hagar.is.