
Gæðastefna
Olís er verslunar- og þjónustufyrirtæki á fyrirtækja- og einstaklingsmarkaði. Markmið fyrirtækisins er að bjóða upp á samkeppnishæfar vörur sem mæta þörfum og væntingum viðskiptavina og að reka hagkvæmt sölu-, dreifingar- og þjónustukerfi fyrir allt vöruframboð Olís.
Það er stefna Olís að vera leiðandi fyrirtæki á Íslandi á sínu sviði hvað varðar hagkvæmni í rekstri, þjónustu við viðskiptavini, gæði vöruframboðs og ábyrgð gagnvart samfélaginu, þar sem sérstök áhersla er lögð á stuðning við umhverfismál, félagasamtök og íþróttastarfsemi. Olís leggur jafnframt áherslu á að vera eftirsóknarverður vinnustaður þar sem jafnrétti og starfsánægja er höfð að leiðarljósi.
Olís leggur áherslu á:
· Að þróa og viðhalda gagnsæju stjórnkerfi til að halda utan um gæðamál félagsins.
· Að vinna eftir ISO 9001 gæðastjórnunarstaðlinum til að stuðla að stöðugum umbótum.
· Að fara að lögum og reglum í allri sinni starfsemi.
· Að mæta óskum viðskiptavina og birgja eins og frekast er unnt.
· Að starfsfólk sýni gott viðmót og veiti framúrskarandi þjónustu.
· Að hafa yfir að ráða hæfu starfsfólki sem veitt er tækifæri til starfsþróunar og símenntunar.
· Að starfsmenn fái hvatningu til að sýna frumkvæði í störfum og geti haft áhrif á þróun fyrirtækisins.
· Að skapa gott vinnuumhverfi sem stuðlar að ánægju og vellíðan í starfi.
· Að kolefnisjafna starfsemi sína.
· Að stuðla að sjálfbærni á sem flestum sviðum og virkja umhverfis- og samfélagsvitund starfsfólks.
· Að hvetja til nýsköpunar og framþróunar á starfsemi fyrirtækisins.
Framkvæmdastjóri Olís ber ábyrgð á að allir starfsmenn félagsins þekki og skilji gæðastefnuna og hafi hana að leiðarljósi í störfum sínum
Útgáfa: 3.0