
Olís er verslunar- og þjónustufyrirtæki á fyrirtækja- og einstaklingsmarkaði, sem býður góðar, samkeppnishæfar vörur og rekur sölu- og þjónustukerfi í fremstu röð.
Það er stefna Olís að vera leiðandi fyrirtæki á Íslandi á sínu sviði hvað varðar arðsemi, þjónustu við viðskiptavini, gæði vöru, umhverfisvernd og góða ímynd, þar sem sérstök áhersla er lögð á stuðning við umhverfis- og mannúðarmál ásamt sjálfbærni. Jafnframt leggur Olís áherslu á að vera eftirsóknarverður vinnustaður þar sem jafnrétti og starfsánægja er höfð að leiðarljósi.
OLÍS LEGGUR ÁHERSLU Á:
• Að þróa og viðhalda gagnsæju stjórnkerfi til að halda utan um gæðamál félagsins.
• Að vinna eftir ISO 9001 gæðastjórnunarstaðlinum til að tryggja stöðugar umbætur.
• Að fara að lögum og reglum yfirvalda í starfsemi sinni.
• Að mæta réttlátum óskum viðskiptavina og birgja.
• Að starfsmenn sýni gott viðmót og veiti framúrskarandi þjónustu.
• Að hafa yfir að ráða hæfu starfsfólki sem veitt er tækifæri til starfsþróunar og símenntunar, starfsmenn fái hvatningu og stuðlað sé að frumkvæði þeirra.
• Að veita gott vinnuumhverfi, ánægju og vellíðan í starfi.
• Að kolefnisjafna starfsemi sína.
• Að stuðla að sjálfbærni og umhverfisvitund.
• Að hvetja til nýsköpunar og frumkvöðlahugsunar.
Framkvæmdastjóri Olís ber ábyrgð á að allir starfsmenn félagsins þekki og skilji gæðastefnuna og hafi hana að leiðarljósi í starfi sínu.
Útgáfa 2.0

Rafgeymar
Úrval af rafgeymum frá Exide

Fjáröflunarvörur
Pokapakki (5rl) Nestispokar, svartir ruslapokar, gráir höldupokar, skrjáfpokar 50x60cm, hnútapokar 200stk , flottur pakki