Umhverfið
Olís telur nauðsynlegt að standa vörð um náttúru landsins og fyrirtækið leggur sitt á vogarskálarnar til að hver kynslóð skili landinu og auðlindum þess í betra horfi til þeirrar næstu. Olís vill nýta auðlindir landsins á sjálfbæran hátt og stuðla að vexti þeirra svo sem kostur er. Umhverfisstefna Olís byggir á því að tryggt sé, með hliðsjón af eðli starfsemi félagsins, að umhverfissjónarmið séu höfð að leiðarljósi í öllu starfi félagsins. Stefnan nær til allra starfsmanna Olís og sjálfstæðra aðila sem starfa fyrir félagið. Tekið skal mið af umhverfisvernd við meðferð á söluvörum, förgun úrgangsefna, endurnýtingu umbúða, vöruþróun, byggingu mannvirkja og val á rekstrarvörum
Umhverfisvænir orkugjafar: Hraðhleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla eru komnar upp á tveimur þjónustustöðva Olís, Álfheimum í Reykjavík og Höfn í Hornafirði, og stefnt er fjölgun þeirra jafnt og þétt á næstunni. Þá er boðið upp á metan í Álfheimum, Mjódd og á Akureyri. Olís blandar dísilolíu með RME (Rapeseed Metyl Ester) til að uppfylla lög og reglugerðir sem kveða á um íblöndun endurnýjanlegs eldsneytis.
Litlu hlutirnir: Um langt árabil hefur Olís boðið upp á áfyllingar á bílavörum eins og rúðuvökva, án plastbrúsa, selt fjölnota kaffimál til að minnka sóun, tekið á móti rafhlöðum til förgunar og kertaafgöngum til endurnýtingar, svo dæmi séu tekin.
Skógrækt: Olís hefur um árabil unnið með Landgræðslunni á sviði skógræktar. Stærsta herferðin sem farið hefur verið í á því sviði er „Græðum landið með Olís“.
Umhverfisvottaðar vörur: Fyrirtækjaþjónusta Olís býður upp á vörur sem eru með Svansmerkingu.
Verkefni framundan: Fjölmörg verkefni sem stuðla að umhverfisvernd eru í vinnslu hjá Olís. Meðal annars er stefnt að því að koma upp flokkunartunnum á allar þjónustustöðvar Olís. Þá er unnið að því að fjölga hleðslustöðvum um allt land.