Umhverfisstefna Olís ehf.
samþykkt á hátíðarstjórnarfundi
Olís ehf. telur nauðsynlegt að standa vörð um náttúru landsins jafnframt því að þjóðin vinni ótrauð að bættum lífskjörum sínum. Markmiðið er að hver kynslóð skili landinu og auðlindum þess í betra horfi til þeirrar næstu.
Olís vill nýta auðlindir landsins á sjálfbæran hátt í þágu atvinnulífsins, landsmönnum og komandi kynslóðum til efnahagslegs og félagslegs ábata, án þess að ganga á höfuðstól auðlindanna. Félagið vill jafnframt stuðla að sjálfbærum vexti auðlinda svo sem kostur er með skynsamlegri nýtingu þeirra og leggur áherslu á uppgræðslu landsins þar sem tekið er tillit til atvinnustarfseminnar í landinu og fjölbreytileika náttúru þess.
Í stefnumótun Olís sem var samþykkt af stjórn félagsins í desember 1995 segir m.a.
„Tryggt verði, með hliðsjón af eðli starfsemi félagsins, að umhverfissjónarmið verði höfð að leiðarljósi. Þetta á við um alla starfsmenn Olís og sjálfstæða aðila sem starfa fyrir félagið.“
„Umhverfisvernd verði höfð að leiðarljósi í starfsemi félagsins. Meðferð á söluvörum, förgun úrgangsefna, endurnýting umbúða, vöruþróun, bygging mannvirkja og val á rekstrarvörum taki mið af umhverfisvernd.“
Olís leggur á það áherslu að aðbúnaður á vinnustað og nánasta umhverfi sé þannig úr garði gerður að öryggi, heilbrigði og vellíðan starfsmanna sé sem best tryggð. Tilhögun á starfsemi vinnustaða skal taka mið af mati á heilsufarslegri áhættu starfsmanna vegna starfseminnar og mati á kostnaði við að tryggja öryggi þeirra.
Olís er fylgjandi því að dregið verði úr sorpmyndun fyrir aldamót með því að auka endurnotkun og endurnýtingu úrgangs og draga úr notkun umbúða.
Umhverfismálastefna Olís:
- Stjórn umhverfismála er á meðal forgangsverkefna Olíuverzlunar Íslands hf. og ber að aðlaga starfshætti og rekstur félagsins að ábyrgri afstöðu til umhverfisverndar.
- Stöðugt ber að fylgja eftir stefnumótun og stjórnun umhverfismála í ljósi nýrra laga og reglna, starfshátta atvinnugreinarinnar, tækniþróunar, þarfa neytenda og væntinga almennings.
- Félagið hefur frumkvæði að endurbótum á starfsháttum sem leiða til betri umhverfisverndar.
- Félagið mun þjálfa og hvetja starfsmenn til að sinna störfum með fullu tilliti til umhverfisverndar.
- Félagið mun taka tillit til umhverfisþátta s.s. orkuneyslu og nýtingu hráefnis við val á vörum, birgjum og flutningatækjum og að neikvæðum áhrifum á umhverfið frá rekstri fyrirtækisins sé haldið í lágmarki s.s. með réttri förgun sorps og úrgangsolíu.
- Félagið mun skipuleggja og skrá neyðaráætlun um viðbrögð á hættustundum og skulu slíkar áætlanir gerðar í samráði við og með fullu tilliti til yfirvalda og samfélagsins og skv. gildandi lögum og viðurkenndum starfsháttum.
- Félagið mun vekja athygli þjónustuaðila og undirverktaka á þessum grundvallaratriðum og eins og við á, krefjast úrbóta í starfsháttum þeirra í samræmi við starfshætti fyrirtækisins.
- Félagið mun efla góð almannatengsl um umhverfismál og hvetja til opinskárra og tíðra skoðanaskipta við starfsmenn fyrirtækisins, yfirvöld og almenning og leitast við að skynja áhyggjur sömu aðila á mögulegum umhverfisáhrifum af starfsemi félagsins.
- Félagið mun reglulega endurmeta árangurinn í umhverfisvernd.
- Félagið skipuleggur umbætur í umhverfismálum með hliðsjón af þessu vinnuferli:

Núverandi verkefni Olís í umhverfismálum:
- Allar þjónustustöðvar Olís verða búnar til umbúðalausrar sölu á rúðuvökva, frostlegi og smurolíum.
- Fastur úrgangur (pappír/pappi, plast, lífrænt) er flokkaður og fluttur á sorpeyðingarstöðvar eftir því sem þjónustu aðilar geta orðið við á hverju svæði.
- Úrgangsolíu og smurolíu í landi er safnað saman og hún send til endurvinnslu eða eyðingar.
- Notuðum rafhlöðum frá Olís og viðskiptavinum félagsins er safnað saman og þær afhentar til sérstakra móttökustöðva.
- Freon og CFC-efnum sem eyða ósonlaginu er safnað saman og þau endurunnin.
- Sýrur, þungmálmar og önnur efni úr lyftararafgeymum eru endurunnin eða send á sérhæfðar móttökustöðvar.
- Tekið er á móti notuðum rafgeymum og þeir sendir í endurvinnslu.
- Endurunninn pappír er notaður þar sem því verður við komið í rekstri Olís.
- Olís setur söfnunargáma fyrir umbúðir, rafhlöður, rafgeyma og pappír á þjónustustöðvar þar sem því er við komið.
- Nýjar og endurbyggðar þjónustustöðvar eru búnar fullkomnustu vörnum gegn umhverfisspjöllum og óhöppum.
- Allt bensín sem Olís selur inniheldur hreinsiefni sem leiða til hreinni útblásturs og minni eldsneytiseyðslu farartækja.
- Olís blandar vetnismeðhöndlaðri lífrænni olíu í alla díselolíu. Íblöndunarhlutfallið jafngildir 5% minni koltvísýringsmengun.
- Olís býður fyrirtækjum umhverfisvænni rekstrarvörur, þ.á m. sápur og pappír, og vinnur markvisst að því að fjölga svansmerktum vörum í rekstrarvöruúrvali.
- Olís kolefnisjafnar eigin rekstur
- Olís bíður viðskiptavinum að kolefnisjafna eldsneytis notkun sína og greiðir Olís helming af þeim kostnað á móti viðskiptavinum