UMSÓKN UM Fyrirtækjakort
1. UMSÓKN OG ÚTGÁFA KORTS
1.1. Aðalskrifstofa Olís annast útgáfu Olískorta. Félagið áskilur sér rétt til að leita allra upplýsinga frá Creditinfo Ísland hf. sem að þeirra mati eru nauðsynlegar eru til að afgreiða umsókn, s.s. áhættumat, upplýsingar úr vanskilaskrá og öðrum gagnagrunnum sem félagið rekur. Áskilinn er réttur til að synja umsóknum án skýringa.
1.2. Kortin gilda til ákveðins tíma í senn samkvæmt ákvæðum viðskiptaskilmála þessara, notkun heimilda og reglna eins og þær eru hverju sinni.
1.3. Félagið áskilur sér ennfremur rétt til þess að afla þeirra upplýsinga meðan að reikningshafi er í viðskiptum hjá félaginu ef nauðsyn krefur, t.d. þegar greiðslufall verður af hálfu reikningshafa eða þegar reikningshafi hefur sótt um hækkun heimildar eða önnur þau atvik eru fyrir hendi er gefa tilefni til að kanna fjárhagsstöðu hans.
2. SAMÞYKKI
2.1. Með því að samþykkja viðskiptaskilmála vefumsóknar og með undirritun umsóknar við móttöku kortsins, samþykkir umsækjandi að fylgja í hvívetna skilmálunum. Áður en væntanlegur korthafi samþykkir skilmálana ber honum að kynna sér þá vandlega.
2.2. Við fyrstu notkun kortsins samþykkir reikningshafi og/eða korthafi að hlíta viðskiptaskilmálum.
2.3. Vilji korthafi segja kortinu upp skal hann tilkynna það skriflega til aðalskrifstofu Olís, Sundagörðum 2, 104 Reykjavík, og senda kortið sundurklippt með.
3. ALMENN NOTKUN KORTSINS
3.1. Korthafa ber að rita nafn sitt á kortið við móttöku og hefur hann einn heimild til að nota það. Kort sem gefin eru út fyrir bifreiðar/tæki gilda einungis fyrir tilgreindar bifreiðar/tæki og skal rita númer og tegund bifreiðar/tækis á kortið.
3.2. Korthafi skuldbindur sig til að fara ekki umfram heimiluð úttektarmörk á hverjum tíma.
3.3. Korthafi skuldbindur sig til að varðveita kortið þannig að óviðkomandi aðili geti ekki komist yfir það.
3.4. Korthafi er ábyrgur fyrir öllum úttektum, sem kort hans hefur verið notað til, sbr. þó 7. gr.
4. ÚTTEKTARTÍMABIL
4.1. Viðskipti með kort eru bundin við ákveðnar hámarksfjárhæðir á úttektartímabili.
4.2. Úttektir eru reikningsfærðar miðað við úttektardag. Úttektartímabil er almanaksmánuðurinn.
5. GREIÐSLUR
5.1. Olís sendir mánaðarlega reikning til viðskiptavina. Gjalddagi er 25. dagur næsta mánaðar eftir úttekt. Dráttarvextir reiknast frá dagsetningu reiknings ef ekki er greitt fyrir gjalddaga.
5.2. Verði um vanskil að ræða hjá korthafa áskilur Olís sér fullan rétt til að loka kortinu og innheimta skuldina.
6. ATHUGASEMDIR
6.1. Ef korthafi hefur athugasemdir við reikning sinn ber honum að tilkynna það aðalskrifstofu Olís innan 10 daga frá dagsetningu reiknings.
7. GLATAÐ KORT
7.1. Glatist kort ber korthafa tafarlaust að tilkynna það símleiðis til aðalskrifstofu Olís og staðfesta það skriflega innan 3 daga. Þegar sú staðfesting hefur borist getur korthafi fengið nýtt kort.
7.2. Korthafi ber fulla ábyrgð á úttektum með glötuðu korti sé tilkynningarskyldu ekki fullnægt.
7.3. Finnist kort, sem tilkynnt hefur verið glatað skal það tilkynnt til Olís þar sem ákvörðun verður tekin um notkun þess.
8. KORTAGJALD / ENDURNÝJUN
8.1. Olískort eru gefin út án sérstaks gjalds. Gildistími kortanna er almennt fjögur ár.
9. AFTURKÖLLUN KORTS OG ÓGILDING
9.1. Kort er ávallt í eigu Olís og getur Olís afturkallað það fyrirvaralaust ef um misnotkun eða vanskil er að ræða.
9.2. Olís hefur heimild til að skrá öll afturkölluð kort og miðla þeim upplýsingum til sölustaða.
9.3. Korthafa er óheimilt að nota kortið eftir að gildistími þess rennur út, eða það hefur verið ógilt.
10. ÖRYGGISMÁL
10.1 Kort eru gefin út með PIN-númeri og jafngildir það undirskrift eiganda á sjálfsafgreiðslustöðvum. Korthafa er hvorki heimilt að láta PIN-númer sitt öðrum í té né geyma það með kortinu.
10.2 Hvert kort hefur hámarksúttektarheimild óháða úttektartímabili. Heimildin er ákveðin af útgefanda og korthafi skuldbindur sig til að nota kortið ekki umfram tilgreinda hámarksheimild.
11. BREYTING Á SKILMÁLUM
11.1 Olís hefur heimild til að breyta ákvæðum þessara viðskiptaskilmála enda verði korthafa tilkynnt um það. Litið er svo á, að korthafi hafi samþykkt breytinguna ef hann notar kortið á næsta úttektartímabili eftir að tilkynning um breytinguna hefur borist honum.
11.2 Ef korthafi sættir sig ekki við breytingu á skilmálum getur hann slitið viðskiptum með því að klippa kortið í sundur og senda það til aðalskrifstofu Olís.
12. SKULDFÆRSLA OG TRYGGINGAR
12.1 Olís getur krafið korthafa um sérstakar tryggingar fyrir greiðslu á úttektum með korti.
13. DREIFING UPPLÝSINGA OG LÖG
13.1 Korthafa er skylt að tilkynna aðsetursskipti til aðalskrifstofu Olís til að tryggja að reikningar og aðrar upplýsingar berist honum.
13.2 Rísi mál vegna brota á skilmálum þessum má reka það fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur skv. ákvæðum laga nr. 91/1991.


Fyrirtækjakort Olís kortið er greiðslukort sem gildir til kaupa á eldsneyti og vörum á um 70 Olís bensínstöðvum, verslunum og ÓB þjónustustöðvum um land allt.
Fyrirtækjakort Olís er í 3 útgáfum:
- Græna kortið gildir fyrir allar söluvörur Olís.
- Gula kortið gildir fyrir eldsneyti og aðrar rekstrarvörur fyrir bifreiðar.
- Rauða kortið gildir eingöngu fyrir eldsneyti.
Hægt er að skrá kortið á einstakling og getur hann einn þá tekið út á það. Einnig er hægt að skrá kortið á bílnúmer og geta þá allir ökumenn þeirrar bifreiðar tekið út á kortið. Hægt er að nota Olís kortið í kortasjálfsalana sem er að finna á öllum stærstu þjónustustöðvum Olís og einnig á ÓB stöðvum.